top of page
Bóka tíma í svefnráðgjöf
Foreldrar geta nú bókað tíma í svefnráðgjöf í gegnum noona.is eða noona appið. Greitt er fyrir viðtal við bókun en auðvelt er að færa til bókun eða óska eftir endurgreiðslu ef þarf.
Svefnráðgjöfin fer fram í Lífsgæðasetri St.Jó í Hafnarfirði. Kristín er með notalegt viðtalsherbergi á 2.hæð. Foreldrar mæta bæði (ef um tvo foreldra er að ræða) ásamt barninu.
Það eru margir þættir sem hafa áhrif á svefn barna og því getur verið gott að fá persónulega svefnráðgjöf. Fyrst og fremst viljum við búa til jákvæðar svefnvenjur fyrir barnið til að það eigi auðvelt með að sofna og sofa vel yfir nóttina. Þá skiptir svefnumhverfið máli, góð rútína í daglúrum, tímasetningar í takti við dægursveifluna og góð róandi rútínu fyrir svefninn. Kristín fer yfir alla þessa þætti ásamt fleiru með foreldrum.
-
Hvað er svefnráðgjöfSvefnráðgjöf er ráðgjöf fyrir foreldra barna á öllum aldri. Þar fá foreldrar tækifæri til að ræða um svefn og svefnvenjur barnsins. Foreldrar fá fræðslu og ráðleggingar um góðar svefnvenjur og hvaða breytingar fjölskyldan geti gert til að bæta svefn barnsins.
-
Hvernig bóka ég svefnráðgjöfBókunarsíða fyrir svefnráðgjöf er í gegnum bókunarkerfi noona.is Þú þarft að skrá þig inn á vefsíðu noona eða hlaða niður appinu. Bókunarsíðan er einföld í notkun og þú velur tíma og dag sem hentar þér og þinni fjölskyldu. Kristín er ekki með posa á staðnum og því fer öll greiðsla fram þegar bókað er. Ef þetta fyrirkomulagt hentar þér ekki - er lítið mál að senda Kristínu tölvupóst á netfangið kristin@svefnradgjof.is
-
Hvað kostar svefnráðgjöf og hvað er innifalið í verðinuSamkvæmt verðskrá í febrúar 2024 kostar viðtalið 12.000kr Viðtalið er 30 mínútur. Flestum foreldrum finnst nóg að mæta í eitt viðtal. Foreldrum er velkomið að vera í tölvupóstsamskiptum við Kristínu í allt að 4 vikur eftir viðtalið ef foreldrar eru með spurningar. Það er innifalið í verðinu. Ef liðinn er lengri tími en 4 vikur og foreldrar enn óöruggir með einhver atriðið er þeim bent á að panta nýjan tíma. Í sumum tilfellum nægir ekki eitt viðtal, ef vandinn er umfangsmikill eða búinn að standa yfir í lengri tíma eða breyta þarf svefnmunstri í nokkrum skrefum. Í þeim tilfellum þá bóka foreldrar annað viðtal með 2-4 vikna millibili.
-
Hvernig afbóka ég viðtal eða færi til tímaÞað er auðvelt að afbóka viðtal eða færa til tíma í gegnum bókunarsíðu noona. Kerfið býður upp á afbókun með allt að 12 tíma fyrirvara. Ef þú þarft að afbóka eða færa tíma með minni fyrirvara þarftu að greiða fyrir hluta kostnaðar.
bottom of page